Bændafundir Líflands

0
119

Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi við að halda fræðslufundi fyrir íslenska kúabændur. Í ár munu fundirnir verða haldnir á sex stöðum á landinu dagana 26. – 28. nóvember. Á dagskrá fundanna nú verður m.a. samantekt á niðurstöðum heysýnagreininga og samanburður við fyrri ár. Fjallað verður um helstu fóðurgrös, notagildi þeirra auk þess sem tæpt verður á sáðvöruúrvali Líflands. Farið verður yfir hvernig bæta má heilbrigði nautgripa með markvissri notkun bætiefna og nýjar kjarnfóðurblöndur Líflands verða kynntar.

Lífland nýtt lógó

Fyrirlesarar verða Gerton Huisman, sérfræðingur frá Trouw Nutrition í Hollandi, auk ráðgjafa Líflands. Hluti fyrirlestra mun fara fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum á íslensku. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir.

 

Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum:

Þriðjud. 26. nóv. Kl. 11:00 Hótel Flúðir.
Þriðjud. 26. nóv. Kl. 20:30 Hótel Hvolsvöllur.

Miðvikud. 27. nóv. Kl. 11:00 Hótel Hamar, Borgarfirði.
Miðvikud. 27. nóv. Kl. 20:30 Harmonikkusalurinn Blönduósi.

Fimmtud. 28. nóv. Kl. 11:00 Hótel Varmahlíð, Skagafirði.
Fimmtud. 28. nóv. Kl. 20:30 Hótel KEA Akureyri.

Fréttatilkynning

Frá bændafundi Líflands.
Frá bændafundi Líflands.