Austurfrétt og Útvarp Seyðisfjörður senda út framboðsfund í ME

0
83

Austurfrétt og Útvarp Seyðisfjörður munu í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum senda út opinn framboðsfund sem haldinn verður í skólanum í kvöld. Um morguninn verður fundur í Verkmenntaskóla Austurlands.

b.180.180.14277081.0.stories.news.logo.austurfrett_profile_logo

Fulltrúar þeirra tólf lista sem hyggja á framboð í kjördæminu hafa boðað komu sína á fundinn í ME. Fyrst verða framsöguræður og að þeim loknum er opnað fyrir spurningar úr sal.
Það eru nemendur í stjórnmálafræði við skólann sem standa fyrir fundinum en Helgi Seljan verður fundarstjóri. Fundurinn hefst klukkan 20:00 á hátíðarsal skólans og er öllum opin..
Austurfrétt og Útvarp Seyðisfjörður standa fyrir beinni útsendingu frá fundinum. Rétt fyrir klukkan átta í kvöld mun birtast hlekkur hér á netútsendingu á Austurfrétt. Seyðfirðingar geta hins vegar stillt útvarpsviðtækin á FM 101,4.
Klukkan 10:30-12:30 verður haldinn framboðsfundur í fyrirlestrarsal Verkmenntaskóla Austurlands. Þangað hafa sjö framboð staðfest komu sína en þau eru: Björt framtíð, Dögun, Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð.