Lítil aurskriða við Sigríðarstaði í Ljósavatnsskarði

0
186

Aurskriða rann úr Bæjargilinu ofan við Sigríðarstaði í morgun eða seint í gær. Sem betur fer ollið skriðan ekki tjóni á húsum eða túni. Þegar fréttaritari leit við á Sigríðarstöðum var Hermann Herbertsson bóndi að slá tjaldstæðið sem hann hefur rekið í mörg ár. Hópur fólks hafði pantað svæðið um helgina, Lalli brosti bara og sagðist nú ekkert vera of bjartsýnn á að hópurinn kæmi, því rigningarspá er fyrir helgina, en það er aldrei að vita. Fleiri spíjur gætu farið af stað, ef spáin gengur eftir og því gott fyrir alla að vera á varðbergi.

IMG_3434

 

 

 

 

 

 

IMG_3432