Aurskriða norðan við Ystafell

0
219

Þriðja aurskriðan sem féll í Kinninni í nótt er sú stærsta hingað til. Hún féll rétt sunnan við skriðuna sem féll fyrst, þ.e. norðan við bæinn Ystafell, sennilega rétt fyrir hálf tvö í nótt. Elín Björg Sigurbjörnsdóttir og Ólafur Ingólfsson bændur í Hlíð voru ekki alveg sofnuð þegar þau heyrðu drunur, þau fóru út og sáu skriðuna fara. Miklar drunur og hávaði hrikalegur. Skriðan spíttist af miklum hraða niður hlíðina, grjót og jarðvegur hentist í loftköstum og rifu veginn í sundur af miklu afli. Skriðan tók um 2000 rúmmetra úr veginum, á svona 90 m kafla. Á meðan þessi frétt var í vinnslu koma smá spía um kl. 11:45, sú var ekki stór og fór ekki niður á veg og er sunnan við þessa sem féll í nótt. Þegar fréttin er skrifuð er búist við að viðgerð verði hætt því þarna er hættuástand. Gunnar Bóasson hjá vegagerðinni telur að vegurinn verði lokaður næstu daga. Aurskriðan braut raflínustaura og varð rafmagnslaust frá Ystafellbæjunum að Landamóti, á þessu svæði eru tvö kúabú og hefur RARIK komið með díselrafstöð sem keyrð verður til skiptis á búunum svo bændur geti mjólkað. Fréttaritari fór á staðinn í morgun og tók meðfylgjandi myndir.

aurskriðan
aurskriðan

 

 

 

 

 

 

 

 

vinnuvélin virkar pínulítil á veginum
vinnuvélin virkar pínulítil á veginum

 

 

 

 

 

 

 

 

þessi mynd er tekin á túninu í Hlíð, Ólafur telur að um 50 m hafi farið af skjólbeltinu.
þessi mynd er tekin á túninu norðan við Hlíð, Ólafur telur að um 50 m hafi farið af skjólbeltinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

sunnan við skriðuna voru ær með lömb sín.
sunnan við skriðuna voru ær með lömb sín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sjá mátti mikið af trjám í skriðunni.
sjá mátti mikið af trjám í skriðunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

skarðið í veginum.
skarðið í veginum.