Aukning á flugi til Húsavíkur

0
103

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að bæta við flugum til Húsavíkur og fljúga sex daga vikunnar samtals 10 flug í viku.

Bætt verður við morgun- og síðdegisflugum á mánudögum og einu morgunflugi á miðvikudögum frá og með 15. Október.
Sala á þessum flugum er nú þegar hafin og er fólk kvatt til að kynna sér nýja flugáætlun á www.ernir.is.