Aukaleikarar óskast vegna kvikmyndarinnar Hrútar

0
304

Aukaleikarar óskast vegna gerðar á kvikmyndinni Hrútar sem verður tekin upp í Bárðardal í ágúst og nóvember. Leikstjóri er Grímur Hákonarson (Sumarlandið, Hvellur og Bræðrabylta) og með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson (Spaugstofan og Afinn) og Theódór Júlíusson (Eldfjall og Mýrin) Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karli Pálssyni sem er Production Assistant myndarinnar.

Tökur fara að mestu leiti fram á Mýri og Bólstað í Bárðardal
Tökur fara að mestu leiti fram á Mýri og Bólstað í Bárðardal

Dagarnir sem um ræðir eru 19., 21, og 22, ágúst (þrið, fim og fös). Það vantar fólk á öllum aldri seinni tvo dagana en sérstaklega eldra fólk þann 19. ágúst. Seinni daganna tvo verða teknar upp senur sem eiga að gerast á hrútasýningu. Tökustaðir: 19. ágúst – Lundabrekka og Kiðgil, 21. og 22. ágúst – Kiðagil.

Fram kemur í tilkynningunni að ekki verði hægt að greiða fyrir viðvikið en það verði virkilega gaman að taka þátt, frír matur á setti allan daginn, nafn í creditlista myndarinnar og auðvitað góðar líkur á að sjá sitt fríða fés á hvíta tjaldinu. Engir leiklistarhæfileikar eða reynsla eru skilyrði.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Karl Pálsson í síma 7724405 (karlpalsson@kvikmyndaskoli.is) eða Önnu Sæunni Ólafsdóttur í síma 8462594 (annasaeunn@gmail.com) og látið vita hvaða daga þið getið verið með. Það er gert ráð fyrir þáttöku allan daginn þessa daga ef fólk getur verið með.

Hrútar tekin upp í Bárðardal