Ástin, drekinn og Auður djúpúðga? – Hádegisfyrirlestur Vilborgar Davíðsdóttur í Safnahúsinu

0
206

Fimmtudaginn 29. október kl. 12:05 heldur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundar hádegisfyrirlestur í Safnahúsinu undir yfirskriftinni Ástin, drekinn og Auður Djúpúðga.

Vilborg safnahúsið

,,Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti.” Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá þessum þekktu orðum, ásamt heimildum um atburði í Skotlandi á sögutímanum.

 

Vilborg segir gestum frá skrifum sínum um Auði í máli og myndum og einnig nýjustu bók sinni sem kom út í vor og ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar fjallar hún um vegferð sína og manns síns með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og deilir með lesendum því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa til fulls, í núinu, í sátt og viðtekt og vanda sig við að elska, lifa og deyja.

Þingeyingar eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til að hlýða á erindi Vilborgar. Það er enginn aðgangseyrir og áheyrendum verður boðið upp á ávexti og kaffi.