Ásta Svavarsdóttir gefur kost á sér í 3.- 4. sæti í forvali VG

0
135

Ásta Svavarsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Ásta Svavarsdóttir

 

Ásta hefur verið í VG frá 2006. Formaður Svæðisfélagsins í Þingeyjarsýslum frá 2010 til 2012 og er nú varaformaður. Ásta situr í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fyrir hönd Framtíðarlistans. Kennari og búkona. Gift Marteini Gunnarssyni bónda og eiga þau tvo syni.

,,Mismunun er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk. Ég vil berjast gegn allri mismunun hvort sem það er á milli landssvæða, stétta eða kynjanna.

 

Ég tel að hagsæld Íslands verði mest ef landið allt er í byggð og búseta verði tryggð. Landbúnaður, sjávarútvegur og aðrar framleiðslugreinar eru og verða okkar mikilvægustu greinar, allt annað sprettur af þeim.

Þá er það fullvissa mín að Íslandi sé best borgið utan ESB.

Það er hrein svívirða að flytja alla þjónustu á einn stað og tryggja svo ekki samgöngur að staðnum. Ljúka verður við Vaðlaheiðargöng á settum tíma og setja bundið slitlag á malarvegi kjördæmisins. Vil ég nefna Bárðardal sérstaklega.

Tel ég mikilvægt að VG klári tiltektina eftir partý hrunflokkanna og vil gjarna leggja mitt af mörkum.”