Askur hefur minnkað verulega

0
208

Askur, eyjan í Öskjuvatni sem myndaðist í gosi á þessu virka svæði árið 1926, hefur orðið fyrir verulegu rofi vegna flóðbylgjunnar sem skall á eyjunni sem fylgdi í kjölfar skriðunnar sem féll í Öskjuvatn 21. júlí sl.

Askur. Mynd: Sigurður Erlingsson Grænavatni.
Askur. Mynd: Sigurður Erlingsson. (Smella á til að skoða stærri mynd)

 

Meðfylgjandi ljósmynd af Ask tók Sigurður Erlingsson leiðsögumaður frá Grænavatni í Mývatnssveit í dag. Neðri myndina tók Sigurður Erlingsson 8. september 2012 þegar landhelgisgæslan flutti bát á Öskjuvatn til mælinga. Glögglega má sjá að Askur hefur minnkað nokkuð.

Askur 8. september 2012. Mynd Sigurður Erlingsson. (smella á mynd til að skoða stærri útgáfu)
Askur 8. september 2012. Mynd Sigurður Erlingsson. (smella á mynd til að skoða stærri útgáfu)

Sigurður var á ferð í Öskju í dag og er gönguliðin að Víti opin en lokað er fyrir ferðir fólks niður að Öskjuvatni. Vísindamenn eru að skoða ummerkin eftir skriðuna, sem vakið hafa mikla athygli hér heima sem erlendis. Ráðgátan um hvað olli skriðunni er enn óleyst, en getgátur eru uppi um að gufuprenging í fjallshlíðinni gæti hafa komið henni af stað. Það er þó alls óvíst. Að sögn Sigurðar urðu ferðamenn sem gistu í Drekaskála kvöldið sem skriðan féll, ekki varir við hávaðann sem hlýtur að hafa fylgt skriðunni þegar hún féll.