Ásgeir Ingi í 9. sæti á Norðurlandamótinu í bogfimi

0
257

Norðurlandameistaramót ungmenna í bogfimi fór fram í Álaborg í Danmörku um helgina. Ásgeir Ingi Unnsteinsson úr UMF Eflingu keppti á mótinu í sveigbogaflokki U21 ásamt 17 öðrum frá Íslandi. Ásgeir endaði í 9 sæti á mótinu eftir útsláttarkeppni.

Ásgeir Ingi þriðji frá vinstri

Ásgeir sat hjá í fyrsta útslætti þar sem hann var í 13 sæti í undankeppni. Í öðrum útslætti lenti hann á móti Roth Sander frá Noregi en Ásgeir tapaði fyrir honum 6-0. Þess má geta að Roth tók Norðurlandameistara titilinn á mótinu.

Fyrri umferð undankeppninnar gekk illa hjá Ásgeiri þar sem gífurlega vont veður var á mótinu mikil rigning og mikill vindur skoraði hann aðeins 206 stig. Í seinni umferðinni var Ásgeir kominn aftur á réttann kjöl og skoraði 241 stig í seinni umferðinni með 447 stig. Ásgeir var næst hæstur af Íslendingunum sem kepptu í U21 sveigboga.

Sjá nánar hér.