Ársþing HSÞ verður 12. mars í Stórutjarnaskóla

0
343

Ársþing HSÞ verður haldið sunnudaginn 12. mars 2017 í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og byrjar stundvíslega kl. 10:00. Rétt til setu á þinginu eiga 77 fulltrúar frá 22 virkum aðildarfélögum HSÞ.

Á þinginu verður val á íþróttamanni HSÞ fyrir árið 2016 kunngjört og valdir verða íþóttamenn ársins 2016 í hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru á félagssvæði HSÞ. Einnig verða hvatningarverðlaun veitt fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk.

Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ muna ávarpa þingið og heiðra nokkra einstaklinga fyrir vel unnin störf fyrir HSÞ í gegnum tíðina.

Aðaildarfélög HSÞ eru minnt á það að mæting á ársþing HSÞ er lykillinn að því að aðildarfélag fái greiðslur af lottótekjum HSÞ – skv. samþykktum lottóreglum HSÞ.