Ársþing HSÞ 2014 var haldið að Laugum í Reykjadal sl. sunnudag. Dagskrá ársþingsins var með hefðbundnu sniði, en þingið sóttu 53 þingfulltrúar frá 17 aðildarfélögum HSÞ. Jóhanna S Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ á þinginu og íþróttamenn ársins voru valdi í hinum ýsmu íþróttagreinum. Veittar voru heiðursviðurkenningar til fólks sem unnið hefur ötulega að íþróttamálum á svæði HSÞ í gegnum tíðina, sem þeir Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson frá UMFÍ afhentu. Þorsteinn Ingvarsson frjálsíþróttamaður var valinn íþróttamaður HSÞ árið 2013 úr fríðum hópi íþróttafólks.

Fram kom í máli Jóhönnu Kristjánsdóttur formanns að mikið standi til hjá HSÞ á árinu 2014, en haldið verður upp á 100 ára afmæli HSÞ 2. nóvember nk. með stórri afmælisveislu á Laugum. Landsmót 50+ verður svo haldið á Húsavík og Laugum daganna 20-22 júní, nk. og svo er áheitahlaup fyrirhugað um allt félagssvæði HSÞ í maímánuði.

Íþróttamenn ársins hjá HSÞ árið 2013 eru:
Þorsteinn Ingvarsson -frjálsíþróttir.
Guðmundur Smári Gunnarsson – Bogfimi.
Sif Heiðarsdóttir – Sund.
Pétur Þórir Gunnarsson – Glíma.
Einar Víðir Einarsson – Hestaíþróttir.
Jóna Rún Skarphéðinsdóttir – Boccia.
Ásgeir Sigurgeirsson – Knattspyrna.
Heimir Pálsson – Handknattleikur.



