Ársþing HSÞ – Þorsteinn íþróttamaður ársins 2013

0
530

Ársþing HSÞ 2014 var haldið að Laugum í Reykjadal sl. sunnudag. Dagskrá ársþingsins var með hefðbundnu sniði, en þingið sóttu 53 þingfulltrúar frá 17 aðildarfélögum HSÞ. Jóhanna S Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ á þinginu og íþróttamenn ársins voru valdi í hinum ýsmu íþróttagreinum. Veittar voru heiðursviðurkenningar til fólks sem unnið hefur ötulega að íþróttamálum á svæði HSÞ í gegnum tíðina, sem þeir Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson frá UMFÍ afhentu. Þorsteinn Ingvarsson frjálsíþróttamaður var valinn íþróttamaður HSÞ árið 2013 úr fríðum hópi íþróttafólks.

2009-12-24 14.14.43
Frá ársþingi HSÞ í Framhaldsskólanum á Laugum

Fram kom í máli Jóhönnu Kristjánsdóttur formanns að mikið standi til hjá HSÞ á árinu 2014, en haldið verður upp á 100 ára afmæli HSÞ 2. nóvember nk. með stórri afmælisveislu á Laugum. Landsmót 50+ verður svo haldið á Húsavík og Laugum daganna 20-22 júní, nk. og svo er áheitahlaup fyrirhugað um allt félagssvæði HSÞ í maímánuði.

2009-12-24 18.48.33
Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ ásamt íþróttafólki sem fékk viðurkenningar sem íþróttamaður ársins 2013 í sinni grein

 

Íþróttamenn ársins hjá HSÞ árið 2013 eru:

Þorsteinn Ingvarsson -frjálsíþróttir.
Guðmundur Smári Gunnarsson – Bogfimi.
Sif Heiðarsdóttir  – Sund.
Pétur Þórir Gunnarsson – Glíma.
Einar Víðir Einarsson – Hestaíþróttir.
Jóna Rún Skarphéðinsdóttir – Boccia.
Ásgeir Sigurgeirsson – Knattspyrna.
Heimir Pálsson – Handknattleikur.

2009-12-24 15.04.25
Sigfús Haraldur Bóasson og Anna Rúna Mikaelsdóttir voru sæmd gullmerki UMFÍ sem Haukur Valtýsson afhenti þeim.
Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ afhenti Ágústu Pálsdóttur silfurmerki ÍSÍ.
Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ afhenti Ágústu Pálsdóttur silfurmerki ÍSÍ.
Freydís Anna Arngrímsdóttir var sæmd starfsmerki UMFÍ sem Haukur Valtýsson afhenti
Freydís Anna Arngrímsdóttir var sæmd starfsmerki UMFÍ sem Haukur Valtýsson afhenti
Aðalsteinn Snæþórsson veit viðtöku starfsmerki UMFÍ viðtöku fyrir hönd Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur.
Aðalsteinn Snæþórsson veit viðtöku starfsmerki UMFÍ  fyrir hönd Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur.