Ársþing HSÞ – Kristbjörn íþróttamaður ársins – Aníta nýr formaður

0
274

Aníta Karin Guttesen Eflingu, var kjörinn nýr formaður HSÞ á ársþingi HSÞ sem fram fór í Skúlagarði sl. sunnuag. Aníta tekur við af Jóhönnu Kristjánssdóttur sem verið hefur formaður sl. fimm ár. 50 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum HSÞ sátu þingið, auk gesta.  Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður var kjörinn íþróttamaður HSÞ árið 2014. Frá þessu segir á vef HSÞ

Kristbjörn Óskarsson er íþróttamaður HSÞ árið 2014
Kristbjörn Óskarsson er íþróttamaður HSÞ árið 2014

 

Starfsmerki UMFÍ og ÍSÍ voru veitt á þinginu og íþróttafólk ársins í hinum ýmsu greinum sem stundaðar eru innan HSÞ voru verðlaunuð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttamenn HSÞ 2014 eru.

Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður HSÞ
Kristján Arnarson Skotfimimaður HSÞ
Tómas Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Viðar Njáll Hákonarson Skákmaður HSÞ
Sif Heiðarsdóttir Sundmaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Frjálsíþróttamaður HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Berglind Kristjánsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ

Nánar á vef HSÞ