Ársþing HSÞ 2014 á Laugum í Reykjadal

0
133

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga HSÞ verður haldið í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal (í matsal skólans) sunnudaginn 23. mars n.k. Boðaðir þingfulltrúar eru rétt yfir 80 talsins og hafa aldrei verið fleiri, því stöðugt fjölgar félögum innan sambandsins, en HSÞ hefur 31 aðildarfélag innan sinna raða.

HSÞ

 

DAGSKRÁ er gróflega sem hér segir:

10:00 ÞINGSETNING
10:10 Skýrsla stjórnar / Reikningar sambandsins Umræður
11:00 Skýrsla og reikningar sambandsins borin undir atkvæði
11:15 Ávörp gesta
11:45 Mál lögð fyrir þingið / Skipan í starfsnefndir
12:00 MATARHLÉ
13:00 Nefndastörf / Afgreiðsla mála
14:30 Kosningar
15:00 KAFFIHLÉ
15:15 Íþróttafólk HSÞ, verðlaunaafhending
15:45 Önnur mál
16:00 ÞINGSLIT

Fyrir hönd stjórnar HSÞ, með von um góða mætingu og gott þing.
Elín Sigurborg Harðardóttir, framkvæmdastjóri HSÞ.