Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 – Jákvæð rekstrarafkoma

0
530

Ársreikningur Þingeyjarsveitar var lagður fram til fyrri umræðu á 215. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí sl. Rekstrarafkoma A og B hluta sveitarsjóðs var jákvæð um 82,6 millj.kr. fyrir fjármagnskostnað en 53,1 millj.kr. eftir fjármagnsliði og afskriftir. Á heildina litið er jákvætt frávik frá áætlun 68 millj.kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta.

Frávikið skýrist af hærri tekjum Jöfnunarsjóðs en áætlað var og aðhaldi í rekstri. Veltufé frá rekstri er 92,7 millj.kr. og handbært fé frá rekstri er 38,5 millj.kr. Skuldahlutfall A og B hluta er 58,3%  en var 62,4% árið 2015.

Sveitarstjórn lýsti ánægju sinni með jákvæða rekstrarafkomu og góðan rekstur um leið og hún þakkaði starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góðan árangur.

Fundargerð 215. fundar.