Árshátíð Stórutjaskóla 2013

0
295

Árshátíð Stórutjarnaskóla var haldin fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 20:30 að viðstöddu miklu fjölmenni, sennilega best sótta árshátíðin til margra ára.

Eftir að skólastjórinn Ólafur Arngrímsson hafði boðið gesti velkomna, léku elstu nemendur leikskólans ásamt nemendum fyrsta bekkjar, Karnival dýranna. Þar ýmist dansa eða hoppa börnin eitt og eitt í einu, í takt við klassíska tónlist eftir Camille Saint-Saëns, og textinn er eftir Þórarinn Eldjárn.

skólahópur og 1. bekkur
skólahópur og 1. bekkur.  Grete, Tinna Dögg, Tómas Karl, Arndís Björk, Rakel Sunna, Björn Rúnar og Katrín Ösp.

 

 

 

 

 

 

 

Svanurinn
Svanurinn:  Katrín Ösp Magnúsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur  2. – 6. bekkjar léku ævintýrið um hana Litlu Ljót sem hefur þann góða boðskap, að það er ljótt að stríða og skilja útundan og að innri fegurð skipir meira máli en útlitið. Tónlist og texti eru eftir Hauk Ágústsson og kom út á hljómplötu 1968.

dansandi Indjánar
dansandi Indjánar:  Kristján Davíð, Kristján Örn, Katla María, Unnur J, Unnur Olsen, Snorri Már og Hannes Haukur.

 

 

 

 

 

 

Litla Ljót við tjörnina. Marge Alavere, Ari Ingólfsson og Hafþór Höskuldsson.
Litla Ljót við tjörnina. Marge Alavere, Ari Ingólfsson og Hafþór Höskuldsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lokin buðu nemendur í 7. – 10. bekk, uppá stytta útgáfu af, Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir Thorbjörn Egner. Þessi saga er að verða sextug, en hún kom út árið 1955 og sem leikrit 1956, en eldist vel og alltaf jafn skemmtileg. Jaan Alavere leikstýrði og lék alla tónlist.

Bastían of Soffía frænka. Sigtryggur Andri Vagnsson og Emilía Eir Karlsdóttir.
Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka.
Sigtryggur Andri Vagnsson og Emilía Eir Karlsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sörensen rakari.       Tryggvi Snær Hlinason.
Sörensen rakari. Tryggvi Snær Hlinason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ræningjarnir: Guðný Jónsdóttir, Sandra Sif Agnarsdóttir og Bjargey Ingólfsdóttir.
ræningjarnir: Guðný Jónsdóttir, Sandra Sif Agnarsdóttir og Bjargey Ingólfsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í yngri hópunum leikstýrðu umsjónarkennarar.

Það vekur athygli og hrifninu hvað nemendur og starfsmenn skólans, leggja mikið á sig til að gera árshátíðina fallega og skemmtilega. Mikill fjöldi nemenda syngur einsöng eins og ekkert sé, hópsöngur var kraftmikill og þau sýna mikla hæfileika í leiklist.

Leikmynd hafa nemendur og kennarar unnið í sameiningu. Búningar eru ýmist í eigu skólans, fengnir að láni eða saumaðir af starfsfólki, sem einnig hjálpast að við förðun. Það var skólabílstjórinn Sigurður Birgisson sem stýrði ljósum, Jónas Reynir sá um myndatöku og vinnslu á leikskrá.

Eftir veislukaffi í matsal gafst tækifæri til að dansa í íþróttasalnum,  við undirleik Jaans  m.a. var marserað, farið í Hókí pókí og skottís.

Myndirnar tók:  Jónas Reynir Helgason.