Árshátíð Stórutjarnaskóla

0
137

Árshátíð Stórutjarnaskóla fór fram s.l. föstudagskvöld, þann 13. mars. Þar sýndu elstu nemendur leikskólans og tveir yngstu bekkir grunnskólastigsins verkið Árstíðirnar, sem byggt var á ljóðum eftir Þórarin Eldjárn en unnið í samvinnu nemenda og kennara. Þá sýndu 3. – 7. bekkur leikritið Hrói Höttur og elstu nemendurnir, 8. – 10. bekkur, leikritið Forsetaheimsóknin. Frá þessu segir á vef Stórutjarnaskóla

Árshátíð Stórutjarnaskóla 2015 1
Frá Árshátíð Stórutjarnaskóla. Mynd: Jónas Reynir Helgason

Allt heppnaðist þetta ágætlega og eiga nemendur lof skilið fyrir frammistöðu sína. Að dagskrá lokinni var boðið upp á hefðbundið veislukaffi í matsalnum auk þess sem nokkrir marseruðu, en að ósekju hefði mátt vera betri þátttaka í þeim dansi. Alls voru u.þ.b. 200 manns á árshátíðinni og var ekki annað að sjá en flestir væru glaðir og ánægðir. Myndir má skoða hér.

Árshátíð Stórutjarnaskóla 2015 2
Frá Árshátíð Stórutjarnaskóla. Mynd: Jónas Reynir Helgason