Árshátíð Stórutjarnaskóla nk. föstudagskvöld

0
82

Árshátíð Stórutjarnaskóla verður haldin föstudagskvöldið 15. mars nk. og hefst kl 20:30.  Þar verða sýnd atriði úr leikritunum um Litlu-Ljót og Kardimommubæinn auk þess sem elstu nemendur leikskóla og yngstu nemendur grunnskóla sýna tónlistarverkið Karnival dýranna.

Stórutjarnaskóli
Stórutjarnaskóli

Aðgangseyrir er  kr 2000-  en veglegt veislukaffi fylgir með í kaupunum þannig að allir ættu að fara vel mettir heim, bæði á líkama og sál.   Árshátíð Stórutjarnaskóla er öllum opin og þykir gjarnan hin besta skemmtun.