Árshátíð Stórutjarnaskóla

Allir stóðu sig með sóma

0
510
Árshátíð Stórutjarnaskóla fór fram s.l. föstudagskvöld, þann 24. mars. Að þessu sinni voru þrjú leikverk uppistaðan í dagskránni. Skólahópur leikskólans og 1. – 3. bekkur léku Búkollu með söngvum eftir Jaan Alavere kennara við Stórutjarnaskóla, hið skemmtilegasta verk þar sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Eins gerðu 4. – 6. bekkur, sem léku Pappírs-Pésa, þau stóðu sig öll mjög vel og sungu líka lögin hans Jaans eftirminnilega. Loks voru það elstu nemendur skólans, 6. – 10. bekkur, sem léku leikrit eftir Jónas Reyni Helgason kennara við skólann, Sjóræningjar á Ljósavatni. Það er skemmtilegt verk með söngvum úr ýmsum áttum þar sem leikarar áttu einnig frábæra takta.
Að dagskrá lokinni var að venju boðið upp á kaffiveislu í matsalnum og að lokum dönsuðu menn í íþróttasalnum af óvenju miklum áhuga og kunnáttu. Dansinn var í raun viðbótar skemmtiatriði því það var virkilega gaman að horfa á hvað nemendurnir skemmtu sér vel í dansinum og augljóst að danskennslan hennar Köru skilar sér. Myndir má sjá hér