Árshátíð Litlulaugaskóla verður á föstudagskvöld

0
140

Árshátíð Litlulaugaskóla verður haldin föstudagskvöldið 20. mars kl. 20:00 á Breiðumýri. Sýnt verður leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner í leikstjórn Harðar Þórs Benónýssonar og tónlistarstjórn Péturs Ingólfssonar. Þar taka allir nemendur skólans þátt, auk skólahóps Krílabæjar.

Litlulaugaskóli haus
Litlulaugaskóli

 

Eftir sýningu verða kaffiveitingar í boði foreldra og síðan stiginn dans fram eftir kvöldi. Miðaverð kr. 2000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn á grunn og leikskólaaldri í Þingeyjarsveit.

Nemendur í 9. og 10. bekk verða með til sölu nýja símaskrá fyrir Reykjadal, lakkríspoka og hlaupöskjur og mun ágóðinn renna í ferðasjóð þeirra. Posi á staðnum. Allir eru velkomnir.

Aukasýning  verður miðvikudaginn 25. mars kl. 18:00.  Miðaverð kr. 1000 fyrir allan aldur.