Árshátíð Litlulaugaskóla – Dýrin í Hálsaskógi

0
233

Árshátíð Litlulaugaskóla var haldin á Breiðumýri sl. föstudagskvöld. Sýnt var leikritið Dýrin í Hálsaskógi við afar góðar viðtökur rúmlega 200 áhorfenda. Allir nemendur skólans, auk elstu barna í leikskólanum Krílabæ, komu að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Mörg lög eru í sýningunni og var hljómsveitin skipuð nokkrum nemendum skólans, auk Péturs Ingólfssonar tónlistarkennara.

Lilli Klifurmús að singja vögguvísu fyrir Mikka ref
Lilli Klifurmús svæfir Mikka ref

Hörður Þór Benónýsson leikstýrði verkinu og tókst honum að ná fram því besta úr öllum krökkunum sem léku í leikritinu, sem var sýnt alveg óstytt. Öll börnin skiluðu sínum hlutverkum vel. Í burðarhlutverkum voru þau Heiður Anna Arnarsdóttir, sem lék Lilla klifurmús og Jón Aðalsteinn Hermannsson, sem lék Mikka ref. Þau skiluðu sínum hlutverkum af stakri prýði.

Myndband, sem sjá má hér á forsíðu 641.is (og fyrir neðan þessa frétt) og var tekið á frumsýningunni sl. föstudag, hefur vakið nokkra athygli enda skemmtilegt og sýnir vel í hvaða aðstæðum leikarar geta lent í á sviði, þegar ungur áhorefndi tjáði skoðanir sýnar á gulrótum við Mikka ref.

 

Efnt var til aukasýningar á leikritinu í gærkvöld á Breiðumýri og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.

"Þegar piparkökur bakast"
Þegar piparkökur bakast
Heima hjá Bangsamömmu og Bangsapabba
Heima hjá Bangsamömmu og Bangsapabba
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Mikki refur var ekki sáttur við nýju lögin
Mikki refur var ekki sáttur við nýju lögin
2010-12-26 23.45.45
Hvernig á ég að afla mér matar ?