Árshátíð Hafralækjarskóla

0
106

Árshátíð Hafralækjarskóla verður haldin föstudagskvöldið 16. nóvember. Þar munu nemendur skólans sýna fjölskyldusöngleikinn Hafið bláa hafið eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.

Nemendur Litlulaugaskóla og önnur börn á grunnskólaaldri í Þingeyjarskóla fá frítt en önnur börn greiða 500 kr. og fullorðnir 1.500 kr. Að sýningu lokinni geta viðstaddir keypt sér kaffiveitingar auk þess sem haldin verður hlutavelta. Hljómsveitin Lego leikur síðan undir dansi hálfa stund fram yfir miðnætti.

Fyrir þá sem ekki komast á föstudagskvöldið, eða langar að sjá verkið oftar, er önnur sýning laugardaginn 17. nóvember kl. 14:00. Nemendur Litlulaugaskóla fá einnig frían aðgang að þeirri sýningu, önnur börn greiða sem fyrr 500 kr. en fullorðnir eingöngu 1.000 kr.

Allur ágóði af þessari sýningu rennur til Hjálparsveitarinnar í Aðaldal og rétt er að benda á að enginn posi er á staðnum.