Árshátíð Hafralækjarskóla

0
549

Það var mikið um dýrðir í Ýdölum þegar nemendur Hafralækjarskóla sýndu söngleikinn Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson á árshátíð sinni um helgina. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýningunni og hafa æfingar staðið yfir að undanförnu og því var brugðið út af venjulegri stundaskrá um tíma.

Dídí mannabarn, Benedikt búálfur og Jósafat mannahrellir. (Harpa Lind Pálsdóttir, Agnes Gísladóttir og Tístran Blær Karlsson í hlutverkurm sínum)
Dídí mannabarn, Benedikt búálfur og Jósafat mannahrellir.
(Harpa Lind Pálsdóttir, Agnes Gísladóttir og Tístran Blær Karlsson í
hlutverkurm sínum)

Aðalhlutverkin voru mest í höndum unglingstigs eins og venja er á árshátíðum, en nemendur yngri stiga tóku virkan þátt í leik og söng. Foreldrar, systkini, afar, ömmur og vinir voru mætt og fengu þessir ungu leikendur mikið klapp, enda var sýningin bæði skemmtileg og vel úr garði gerð. Margir áttu sína leiksigra á sviðinu og margir efnilegir söngvarar glöddu áhorfendur.

 

Í Sortuhelli.  Atli Björn Atlason í hlutverki Sölvars súra
Í Sortuhelli. Atli Björn Atlason í hlutverki Sölvars súra

Að sýningu lokinni var stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar SOS, einnig gat fólk keypt sér kaffi og farið á tombólu til þess að styrkja ferðasjóð nemenda. Allir skemmtu sér vel og var mjög góður rómur gerður að frammistöðu nemenda. (myndir og texti Atli Vigfússon)

 Blómálfarnir sungu
Blómálfarnir sungu.
Blómálfarnir voru mikið skraut í sýningunni
Blómálfarnir voru mikið skraut í sýningunni.
Aðalsteinn álfakóngur og Brynhildur drotting ásamt fleirum, en þau voru leikin af Hermanni Hólmgeirssyni og Rut Benediktsdóttur.
Aðalsteinn álfakóngur og Brynhildur drotting ásamt fleirum, en
þau voru leikin af Hermanni Hólmgeirssyni og Rut Benediktsdóttur.