Arnór ráðinn verkefnastjóri stýrihóps um skólastefnu Þingeyjarsveitar

0
182

Á 112. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, sem haldinn var 8. nóvember, var lögð fram fundargerð stýrihóps um skólastefnu í Þingeyjarsveit frá 6. nóvember s.l. Stýrihópurinn leggur til við sveitarstjórn að Arnór Benónýsson verði ráðinn verkefnastjóri og verkið verði hluti af lokaverkefni hans í menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, leiðbeinandi hans er Dr. Ingvar Sigurgeirsson. Arnór vék af fundi þegar málið var tekið fyrir.

Arnór Benónýsson

 

Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu stýrihópsins að Arnór verði ráðinn verkefnastjóri og víki um leið úr stýrihópnum. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Arnór.

 

 

 

 

641.is hefur óskað eftir því að fundargerð stýrihópsins verði birt á heimasíðu Þingeyjarsveitar en við því hefur ekki verið orðið enn sem komið er.