Það hefur verið mikið annríki hjá Hjálparsveit skáta í Aðaldal eins og hjá flest öllum björgunarsveitum á norðausturlandi. Hallgrímur Óli Guðmundsson kom heim til sín seint í gærkvöld eftir vaktaskipti og sendi 641.is nokkrar myndir af Múlaheiði.

Mynd: Hallgrímur Óli Guðmundsson.
Þar voru tveir menn frá Hjálparsveitinni á fjór-hjólum að aðstoða viðgerðarmenn frá Rarik og verða þar fram eftir nóttu. Hjálparsveitin varði mestum sínum tíma í gær, að fara meðfram raflínum, brjóta ísingu af línunum og aðstoða Rarik menn við viðgerðir.

Mynd: Hallgrímur Óli Guðmundsson.