Annasamt afmælisár framundan hjá HSÞ

0
75

Nýkjörin stjórn Héraðsambands Þingeyinga kom saman á sínum fyrsta fundi á Laugum í Reykjadal í gær og lögðu línurnar fyrir yfirstandandi ár, en HSÞ heldur upp á 100 ára afmæli á þessu ári. Árið 2014 verður viðburðaríkt en tveir viðburðir verða fyrirferðamestir á árinu. Landsmót 50+ verður haldið á Húsavík og Laugum 20-22 júní og svo verður efnt til afmælisveislu HSÞ 2. nóvember í íþróttahúsinu á Laugum.

Nýkjörin stjórn HSÞ
Nýkjörin stjórn HSÞ

Sett verður upp sýning í safnahúsinu á Húsavík nú á vordögum með gömlum munum úr sögu HSÞ og gamla UNÞ og verður sýningin opin út júlímánuð. Efnt verður til áheitahlaups í maí auk, hefðbundinna íþróttaviðburða. Ritun á sögu HSÞ stendur yfir og verður sú bók gefin út í nóvember.

 

Meðfylgjandi er mynd af stjórn HSÞ en í henni eru Stefán Jónasson, Jóhanna Kristjánsóttir formaður, Birna Davíðsdóttir, Ari Jósavinsson ritari, Sigrún Marinósdóttir, Elín Harðardóttir framkvæmdastjór HSÞ, Kolbrún Ívarsdóttir gjaldkeri og Hermann Aðalsteinsson varaformaður. Einar Inga Hermannsson vantar á myndina.