Anna Sæunn vann Pitch-keppnina í Cannes

0
303

Anna Sæunn Ólafsdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Bjarnarstöðum í Bárðardal, vann Pitch keppnina í Cannes, en tilkynnt var um sigurvegarann nú í dag. Sigurlaunin eru 5000 Evrur (742.000 kr). Anna Sæunn sagðist í spjalli við 641.is í dag, vera í skýjunum með sigurinn og verðlaunaféð væri kærkomið.

Anna Sæunn og Eva Sigurðardóttir
Anna Sæunn og Eva Sigurðardóttir

Pitch-keppnin fór þannig fram að þáttakendur höfðu 2.15 mínútur til að “selja” hugmynd að stuttmynd sem þeim ætla að gera og áttu með því kost á að vinna 5.000 Evrur til að fjármagna stuttmyndina.

20 hugmyndir bárust og voru kynntar fyrir keppnina og bar Anna sigur úr bítum eins og áður segir.

Söluræða Önnu Sæunnar hlaut flest atkvæði á netinu af þeim 20 söluræðum sem komu til greina.

Nánar hér