Anna Sæunn í “Pitch” keppni á Cannes

0
314

Anna Sæunn Ólafsdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Bjarnarstöðum í Bárðardal, er nú komin heim frá kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún notaði tækifærið og tók þátt í svokallaðri Pitch keppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Pitch keppnin fer þannig fram að þáttakendur hafa 2.15 mínútur til að “selja” hugmynd að stuttmynd sem þeim ætla að gera og eiga þar með kost á að vinna 5.000 Evrur til að fjármagna myndina. Anna er í einu af 20 myndböndum sem hægt er að kjósa um á þessari síðu

Anna Sæunn Ólafsdóttir
Anna Sæunn Ólafsdóttir

Myndin sem Anna “pitchar” í myndbandinu heitir “Frelsun” og er eftir Þóru Hilmarsdóttur og Snjólaugu Lúðvíksdóttur sem voru tilnefndar fyrir mynd sína, Sub Rosa á síðustu Eddu verðlaunum, sem besta stuttmynd. Askja Films, fyrirtæki Evu Sigurðardóttur sem var framleiðslustjóri “Hrúta” framleiðir myndina.

Til að kjósa þarf aðeins að ýta á “Vote” hjá myndbandi Önnu, og fara neðst á síðuna og setja inn email og ýta á “Submit” til að atkvæðið telji. Kosningin endar kl 8:00 fimmtudaginn 20. Maí.

Að sögn Önnu Sæunnar er þetta tilvalið tækifæri til að styðja við kvikmyndagerðarfólk úr Þingeyjarsýslu nú þegar Hrútar er á barmi heimsfrægðar!