Anna og afi ætla að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni

Safna styrkjum fyrir Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga

0
572

Við heitum Anna og Heiðar Smári og við ætlum að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka þann 18. ágúst 2018. Við söfnum styrkjum fyrir Krabbameinsfélag Suður Þingeyinga og ætlum okkur stóra hluti. Afi ætlar að sjá um fótavinnuna en Anna ætlar að sitja í sérsmíðuðum vagni og sjá um veitingar og almenna hvatningu, en frá þessu segir á facebooksíðu Anna og afi sem nýlega var opnuð.

Fram kemur á söfnunarsíðunni Hlaupastyrkur að Anna og Heiðar Smári Þorvaldsson hlaupa fyrir tvo menn, tengdapabba Heiðars annars vegar og afskaplega góðan vin hinsvegar, sem báðir búa á Húsavík og berjast við illvígt krabbamein. Heiðar sér sjálfur um fótavinnuna en afastelpan mín hún Anna ætlar að sitja í sérsmíðuðum vagni og sjá um veitingar og almenna hvatningu. Fylgist með okkur á www.facebook.com/annaogafi en þar munum við pósta reglulegum framgangi á vagnasmíðinni, búningahönnun og æfingum.

Áhugasömun er bent á að hægt er að styrkja þetta frábæra framtak á Hlaupastyrkur/Heiðar Smári Þorvaldsson. Nú þegar hafa safnast 132 þúsund krónur en markmið söfnunarinnar er 500 þúsund krónur.

Hér fyrir neðan má skoða myndband af því þegar vagnasmíðið hófst í dag.