Aníta ráðin verkefnisstjóri mótvægisaðgerða

0
263

Anita Karin Guttesen hefur verið ráðin verkefnisstjóri mótvægisaðgerða til áramóta, vegna skipulagsbreytinga á stafsemi Þingeyjarskóla með höfuðáherslu á framtíðarnotkun skólahúsnæðis Litlulaugaskóla.

Aníta Karin Guttesen
Aníta Karin Guttesen

 

Umsækjendur voru tveir, þau Anita Karin Guttesen og Baldur Daníelsson. Anita mun hefja störf þann 1. ágúst n.k. en um er að ræða 50% stafshlutfall. Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar í dag.

Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í mótvægisaðgerðum og heldur utan um þau verkefni sem unnið er að nú þegar og skilgreind verða síðar á verkefnistímanum sem er út árið 2015. Hann er ennfremur tengiliður milli allra þeirra aðila sem að verkefninu koma, þ.e. íbúa, stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda.