Ályktun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps vegna fækkunar snjómokstursdaga á Fjöllum

0
75

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps í morgun. “Fréttir bárust af því í gær að Vegagerðin hygðist fækka snjómokstursdögum á Fjöllum á leiðinni frá Námaskarði austan Mývatns að Skjöldólfsstöðum sem og Vopnafjarðarheiði niður í tvo daga í viku. Þá er þess látið getið að boðuð breyting eigi að taka gildi frá og með morgundeginum 28. febrúar.

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega fækkun mokstursdaga á þjóðvegi 1, austur Fjöllin. Nefnd leið er eina vegtengingin milli norður og austurlands, þá er þessi leið hluti af mikilvægu almenningssamgangnakerfi landsins.“