Stjórn DA sf., Dvalarheimilið Hvammur á Húsavík, kom saman til fundar í dag vegna fyrirhugaðrar sameiningu heilibrigðisstofnana á Norðurlandi. Stjórn DA sf. samþykkti eftirfarandi ályktun :

„Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu, mótmælir harðlega fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Aðstæður eru mjög misjafnar eftir byggðalögum og svæðum. Ekki hefur verið sýnt fram á fjárhagslegan ávinning og nú þegar er mjög góð samvinna í Þingeyjarsýslum og á Norðurlandi. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fer með framkvæmdastjórn Hvamms, Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu, í umboði stjórnar. Sú samvinna og hagræðing sem náðst hefur yrði í uppnámi ef þessi fyrirætlan yrði að veruleika.“
Fyrir hönd stjórnar, Soffía Helgadóttir.
Í stjórn DA eru: Soffía Helgadóttir formaður – Norðurþingi, Guðrún María Valgeirsdóttir varaformður – Skútustaðarhreppi, Þráinn Gunnarsson meðstjórnandi – Norðurþingi, Smári Kárason meðstjórnandi – Tjörneshreppi, Trausti Aðalsteinsson meðstjórnandi – Norðurþingi, og Ólína Arnkelsdóttir ritari – Þingeyjarsveit .