Ályktun frá Handverkskonum milli heiða

0
286

Aðalfundur Handverkskvenna milli heiða haldinn þann 19. mars 2016 tekur heils hugar undir tilkynningu Handprjónasambands Íslands varðandi gjöf Icelander til borgarstjóra Chicago sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar – og viðskiptaráðherra afhenti í vikunni. Frá þessu segir í tilkynningu sem HMH sendi frá sér í dag

Alvöru Þingeyskar lopapeysur
Alvöru Þingeyskar lopapeysur

Síaukinn fjöldi ferðamanna til landsins hefur kallað á aukna framleiðslu handverks og íslenskt handverksfólk hefur mikinn metnað fyrir sinni vöru. Íslenskar lopapeysur hafa undanfarna áratugi verið þar í fremstar í flokki. Því er sárt að horfa upp á það að forsvarsmenn stórfyrirtækja og íslenskir ráðamenn skuli velja  táknrænar gjafir til kynningar lands og þjóðar, vörur sem framleiddar eru í Kína.

Íslenskt handverk er þjóðararfur sem við eigum að vera stolt af og það mega ráðamenn líka vera og sýna það í verki.