Ályktun aðalfundar Mývatnsstofu ehf. 14. maí 2013

0
93

Aðalfundur Mývatnsstofu haldinn í Mývatnssveit 14. maí lýsir áhyggjum af litlum fjármunum til uppbygginga á ferðamannastöðum. Ljóst er að mikilla fjármuna er þörf og úrbætur og uppbygging víða brýn til að koma í veg fyrir óafturkræf náttúruspjöll.

Mývatnsstofa

Aðalfundur Mývatnsstofu lýsir áhyggjum af þeim farvegi sem þessi mál virðast vera að fara inn í, þar sem einstakir landeigendur hyggjast selja ferðamönnum aðgang að náttúruperlum. Aðalfundurinn skorar því á Samtök ferðaþjónustunnar og stjórnvöld að hefja nú þegar gjaldtöku af ferðamönnum sem staðið geti undir nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri á ferðamannastöðum á næstu árum, sem verði öllum til hagsbóta.