Almenn ánægja með mötuneyti Stórutjarnaskóla

0
156

Á foreldradegi í Stórutjarnaskóla nú nýverið tóku foreldrar þátt í skoðanakönnun um mötuneyti skólans. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar og svörin voru á þessa leið:

 • Vilt þú sjá breytingar á morgunverðarhlaðborði?
  Já sögðu 2 og nei sögðu 32
 • Vilt þú sleppa kaffi og bakkelsi á eftirtöldum viðburðum:
  Skólasetningu, danssýningu (1. des), jólatónleikum, árshátíð og
  skólaslitum?
  Já sögðu 3 og nei sögðu 28
 • Vilt þú hafa matinn á þorrablótunum áfram með sama sniði?
  Allir sögðu já við því nema einn, sem sagði að sér væri sama.
Heiða og Guðbjörg
Heiða og Guðbjörg

 

Þá gafst þátttakendum kostur á að taka fram ef það væri eitthvað sérstakt varðandi mötuneyti skólans sem lægi þeim á hjarta. Hér má sjá svörin við því: Passa að fara ekki offörum í “heilsusamlegheitum” – Þið eruð frábærar, maturinn og mötuneytið súper – Ég vil þakka kærlega fyrir frábært mötuneyti – Þið standið ykkur mjög vel, börnin mín eru södd og sæl og mjög ánægð með matinn – Hér er rekið frábært mötuneyti og börnin okkar eru ánægð með matinn – Þetta er mjög gott eins og það er – Frábær fjölbreytni – Alltaf góður og fjölbreyttur matur – Mjög gott mötuneyti – Gott úrval og góður matur – Það væri nóg að hafa fisk einu sinni í viku – Væri fínt að krakkarnir fengju eitthvað áður en haldið er heim, sum eru svöng þegar heim er komið – Við viljum að boðið sé upp á mjólk í hádeginu.

Úr mötuneyti Stórutjarnaskóla
Úr mötuneyti Stórutjarnaskóla

Af þessum svörum er nokkuð ljóst að almenn ánægja ríkir með mötuneyti Stórutjarnaskóla og ástæða til að þakka þeim Heiðu og Guðbjörgu fyrir það hve þær standa sig vel. Stórutjarnaskóli.is