Allur Skútustaðahreppur óbyggðir ?

0
107

Drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd, hafa verið gagnrýnd harðlega að undanförnu. Drögin þykja ganga mjög langt í þá átt að auka valdheimildir Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðherra, á kostnað sveitarfélaga og landeiganda. Skútustaðahreppur og Norðurþing hafa skilað inn athugasemdum til nefndarsviðs Alþings og Þingeyjarsveit var með í ráðum verð gerð umsagnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarpsdrögin.

Skútustaðahreppur
Skútustaðahreppur

7. febrúar sl. skilaði Skútustaðahreppur inn athugasemdum um frumvarpsdrögin og gerir þar margvíslegar athugasemdir við drögin. Sérstaka athygli sveitarstjórnar Skútustaðahrepps vekur þó skilgreiningin á óbyggðum í drögunum, en þar eru óbyggðir skilgreindar sem nánast allt land sem er yfir 200 metra hæð yfir sjó. Eins og öllum Þingeyingum ætti að vera kunnugt liggur allur Skútustaðahreppur vel yfir 200 metra mörkunum og því samkvæmt frumvarpsdrögunum óbyggðir, eins og hann leggur sig.

Í athugasemdunum segir einnig.

Markmið laganna virðist vera að gefa umhverfisverndaryfirvöldum tæki til að taka landsvæði til friðunar að eigin geðþótta, og stytta leiðina frá því ferli sem nú er í gildi, án þess að eigandi eða viðkomandi stjórnvald (sveitarfélög)  þess lands fái rönd við reyst“.

Á öðrum stað segir þetta:

Eignarréttur landeigenda virðist í lögum þessum algjörlega fyrir borð borinn. Lögin segja beinlínis að eiganda lands eða rétthafa er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir um og sá sem telur brotið gegn réttindum þessum getur krafist úrlausnar Umhverfisstofnunar. Mönnum er ekki heimilt nema með leyfi hins opinbera að verja lönd sín fyrir ágangi, jafnvel  þúsunda manna….”

Og þetta:

“Þeir sem að ferðast fótgangandi um Ísland virðast njóta meiri réttar en þeir sem kjósa að eða eiga ekki annan kost en að ferðast um á vélknúnum farartækjum og hestum, þetta jaðrar við fordóma og sá sem ferðast um á tveimur jafnfljótum á meiri rétt á að njóta kyrrðar og næðis og allur annar ferðamáti á að víkja.  Ekki verður séð að neinn rökstuðningur sé fyrir því að mismuna fólki með þessum hætti. Þá er með öllu óboðlegt að vísa til þess í fjölmögum greinum frumvarpsins að um nánari útfærslu skuli kveðið á í reglugerðum án þess að þær liggi fyrir á sama tíma og frumvarpið er til meðferðar”.

Umsögn Skútustaðahrepps

Skipulags- og byggingamefnd Norðurþings hefur kynnt sér frumvarp til laga um náttúruvemd. Nefndin gerir nokkara athugasemdir og ma. annars þessa hér:

22.gr “Umfjöllun um tegundir tjalda sem heimilt er að tjalda og hvar er hjákátleg í lögum. Hvað er hefðbundið viðlegutjald og hvað þá óhefðbundið? Hvemig er það frábrugðið göngutjaldi? Ef virkilega er þörf á mismunandi skilgreindum tjöldum i lögunum væri skynsamlegt að skilgreiningar fylgdu þeim.”

Og hér:

25. gr “Greinin gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti takmarkað umferð eða lokað svæðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðið. Ekki er áskilið samráð þar að lútandi við skipulagsvald á svæðinu. Skipulags- og
byggingamefnd Norðurþings getur ekki sætt sig við að skipulagsvald sveitarfélaga verði hunsað með þessum hætti.
31. gr .: Það er óásættanlegt að það sé opið í lögum að ráðherra hafí einhliða í hendi sér samningu reglugerðar um hvaða undanþágur gilda um akstur utanvega,

Sjá má alla umsögn Norðurþings hér