Allt flug liggur niðri

0
96

Allt flug liggur niðri vegna vonskuveðurs. Flugfélagið Ernir hefur ekki getað flogið innanlands í dag vegna veðurs. Búið er að aflýsa flugi á Húsavík og Bíldudal en athugað verður með flug á Vestmannaeyjar og Höfn í Hornafirði kl 12:15.

Copy (2) of Jetstream ErnirAir-004 (1)

Ekki er mikið útlit fyrir að flogið verði innanlands í dag og verður tekin endanleg ákvörðun um framhald flugs í dag um hádegið. Fólk er hvatt til að fyljgast með upplýsingum á síðu 424 í textavarpi.