Aldarafmæli Einars frá Einarsstöðum

0
578

Miðvikudaginn 5.ágúst verður þess minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Einars frá Einarsstöðum. Af þessu tilefni munu Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari halda tónleika í kirkjunni á Einarsstöðum og hefjast þeir kl.20.00.

Einar á Einarsstöðum
Einar frá Einarsstöðum

 

Í upphafi tónleikanna mun séra Þorgrímur Daníelsson ,sóknarprestur, flytja bæn og í athöfninni mun Gunnar Kvaran flytja stutta hugleiðingu um Einar.
Á milli tónlistaratriða munu ættingjar og vinir Einars segja frá kynnum sínum af þessum merka manni.
Boðið verður upp á molakaffi á heimili Einars þennan dag milli kl.17.00 og 19.00 og einnig að tónleikum loknum.
Aðgangur er ókeypis.