Aldar afmælissýning HSÞ

0
86

Í dag opnaði aldar afmælissýning Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ), en héraðssambandið var stofnað 31. október 1914. HSÞ er sameinað félag Ungmennasambands Norður Þingeyinga og Héraðssambands Suður Þingeyinga.

Hluti sýningargripa frá  landsmótinu á Húsavík 1985
Hluti sýningargripa frá landsmótinu á Húsavík 1987

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sýningunni er mikið af munum og myndum frá þessum félögum. Ólympíuförum Þingeyinga eru gerð sérstök skil, landsmótum sem haldin hafa verið í héraði, glímu, hátíðasamkomum beggja aðila og fleira.

Skíðin lengt til vinstri og fyrir miðju átti Ívar Stefánsson Haganesi. Skíðin til hægri átt Jón Kristjánsson frá Arnarvatni. Þeir kepptu báðir á vetrarólympíuleikunum í Osló 1952
Skíðin lengt til vinstri og fyrir miðju átti Ívar Stefánsson Haganesi. Skíðin til hægri átt Jón Kristjánsson frá Arnarvatni. Þeir kepptu báðir á vetrarólympíuleikunum í Osló 1952

Fjöldi manns kom á þessum fyrsta degi sýningarinnar og þáðu veitingar í boði HSÞ.

Frír aðgangur er á sýninguna og hvetjum við alla Þingeyinga sem og aðra gesti Þingeyjarsýslu til að kíkja við í Safnahúsinu á Húsavík og sjá þessa merkilegu sýningu sem verður opin alla daga frá kl.10-18 til og með 15. júlí.

Jóhanna Kristjánsdóttir fornmaður HSÞ opnar sýningunna
Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ opnar sýningunna.
Gestir á aldarafmælissýningunni í dag
Gestir á aldarafmælissýningunni í dag