Ákveðið að ljúka ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar á þessu ári

0
194
Áfangi 2.(smella á til að stækka)

Á 207. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í dag voru framkvæmdir og áætlun ljósleiðaralagningar á árinu 2017 tekin til umræðu. Oddviti Þingeyjarsveitar gerði grein fyrir fundi sem hann og sveitarstjóri áttu með fulltrúum framkvæmdaaðila, Tengir hf. þann 22. desember s.l.

Samkvæmt samningi við Tengir hf. eru verklok framkvæmda við ljósleiðarann í árslok 2018. Á fundinum voru aðilar sammál um að sameina verkáfanga tvö (Svæði sem eftir standa í Fnjóskadal, Út-Kinn, Aðaldal, Reykjadal og Laxárdal) og þrjú (Bárðardalur) í einn og ljúka honum á árinu 2017.

Áfangi 3. (smella á til að stækka)

Sveitarstjórn samþykkir í samræmi við niðurstöðu fundarins að ljúka lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu á árinu 2017 og sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs „Ísland ljóstengt 2017“ fyrir þær rúmlega hundrað tengingar sem eftir eru.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Margrét Bjarnadóttir vék af fundi vegna vanhæfis og Ragnar Bjarnason sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:

Til að taka upplýstar ákvarðanir þurfa að liggja fyrir upplýsingar tímanlega svo hægt sé að kynna sér málin til hlítar. Svo var ekki í þessu máli og því sit ég hjá við afgreiðslu þessarar tillögu.

Fundargerð 207. fundar (Einn sveitarstjórnarfulltrúi boðaði forföll á fundinum)