Ákveðið að bjóða upp á annan valkost

0
83

Á opnum fundi í Dalakofanum á Laugum í gærkvöld var ákveðið að setja saman nýjan framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, sem byggir á málefnum sem kynnt voru í umræðugrundvelli sl. mánudag. Uppstillinganefnd var skipuð á fundinum en hún fær það hlutverk að raða áhugasömum einstaklingum í sæti á væntanlegum framboðslista.

Hluti fundargesta í Dalakofanum í gærkvöld.
Hluti fundargesta í Dalakofanum í gærkvöld.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fundinum kom fram að ekkert hefur verið ákveðið um hverjir skipa efstu sætin á listanum, enda tilgangur fundarins fyrst og fremst sá, að kanna áhuga á því meðal íbúa Þingeyjarsveitar hvort vilji væri fyrir framboði, sem byggt væri á þeim stefnumálum sem kynnt voru sl. mánudag. Fundurinn var vel sóttur og margir tóku til máls.

Framboðsfrestur rennur út 10. maí nk. og því ljóst að forsvarsfólk framboðsins þarf að hafa hraðar hendur ef takast á að koma framboðinu á koppinn.