Áhugavert menningar og tónlistarhús

0
138

Í hlöðunni á Draflastöðum var óvenjulegur menningarviðburður  í gærkvöld 13. júní. Þar var á ferðinni kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls og Leikfélag Hörgdæla.  Á efniskrá kórsins voru ljóð eftir Jónas Hallgrímsson sem var frá Hrauni í Öxnadal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Fyrir hlé voru það ljóð Jónasar sem fengu að njóta sín. Ísland farsælda frón, Enginn grætur Íslending, Hvað er svo glatt og Illur lækur við lag sem Daníels Þorsteinssonar samdi sérstaklega fyrir kórinn, og fleiri lög.

kórinn og stjórnandinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
kórinn og stjórnandinn Sigrún Magna Þórsteinsdótti

 

 

 

 

 

 

 

Í  hléi var boðið uppá rjúkandi kaffi og hjónabandssælu, og eftir hlé voru það ljóð Davíðs sem hljómuðu.   Kvæðið um fuglana, capri Katarína og Ég beið þín lengi lengi og fleiri. Þá voru einnig lög samin sérstaklega fyrir kórinn, það voru, Hrafnamóðirin við lag eftir Guðmund Óla Gunnarsson og Margt er þeim að meini, við lag Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur stjórnanda kórsins, þar söng Arnbjörg Jónsdóttir einsöng.

ungir og efnilegir  félagar í Leikfélagi Hörgdæla, leika grasaferð.
ungir og efnilegir félagar í Leikfélagi Hörgdæla, leika grasaferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Inná milli laganna komu fram félagar í Leikfélagi Hörgdæla, lesið var úr dagbók Jónasar Hallgrímssonr,  sagan á bak við lagið capri Katarína sögð, leikin grasaferð og leikþáttur um munkana á Möðruvöllum. Þessi kvöldstund var hin ánægjulegasta og skemmtilegt að flétta svona saman söng og leik. Fréttaritari hafði tal af nokkrum kórfélaga og létu þau vel af því að syngja þarna í hlöðunni. Vonandi eiga eftir að verða fleiri viðburðir í hlöðunni á Draflastöðum.

þjónn skenkir Munkunum á Möðruvöllum vín.

       þjónn skenkir Munkunum á Möðruvöllum vín.