Ágústóveður í kortunum ?

0
65

Páll Jónsson, áður bóndi á Jaðri í Skagafirði, spáir norðvestan hvelli norðanlands fyrstu dagana í september. Fyrir nokkru varaði hann bændur og fjallskilastjóra í Skagafirði við, hvatti þá til að flýta göngum og taka fé inn í hús. Telur Páll að hvellurinn verði viku fyrr á ferðinni en sá sem reið yfir Norðurland í fyrra, með tilheyrandi fjárskaða og búsifjum fyrir bændur. Frá þessu er sagt á mbl.is

Verðurútlitið á laugardag. Skjáskot af verður.is
Verðurútlitið á laugardag. Skjáskot af verður.is

Samkvæmt veðurspá verðurstofu Íslands eru þó nokkrar líkur á því að þessi spá Páls Jónssonar gangi eftir.  Sérstaka athygli vekur að í textaspáni er sérstaklega tekið fram að búast megi við slyddu eða snjókomu í meira en 150-250 metra hæð yfir sjávarmáli, en ekki talað um slyddu eða snjókomu til fjalla eins og spáð var í aðdraganda septemberóveðursins í fyrra.

Textaspá verðurstofu Íslands:

Á föstudag: Gengur í norðan og norðvestan 15-23 m/s. Mikil rigning á N-verðu landinu, en slydda eða snjókoma síðdegis í meira en 150-250 m hæð yfir sjávarmáli. Úrkomulítið S-lands. Hiti frá 1 stigi á Norðurlandi upp í 10 stig syðst. 
Á laugardag:
Norðvestan 18-25 m/s á Norður- og Austurlandi um morguninn og mikil rigning neðan við 100-200 metra yfir sjávarmáli, annars slydda eða snjókoma. Þurrt að kalla S- og V-til og hægari vindur vestast. Dregur úr vindi og úrkomu þegar kemur fram á daginn, fyrst á V-verðu landinu. SV og og V 3-10 m/s um kvöldið og léttskýjað, en norðvestan 13-18 á NA-horni landins og slydda eða snjókoma. Hiti frá 0 stigum í innsveitum N-til, upp í 8 stig syðst. Frystir í innsveitum fyrir norðan seint um kvöldið. 
Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt, léttskýjað og kalt í veðri. Suðaustan 8-13 þegar líður á daginn með rigningu S-lands og hlýnar smám saman.