Ágætis byrjun hjá Tryggva Snæ á Spáni

0
389

Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað leiktíðina á Spáni ágætlega með sínu liði Monbus Obradoiro, en þar er hann á lánssamningi frá Valencia Basket. Monbus hefur líka byrjað leiktíðina ágætlega og hefur liðið unnið tvo af þremur leikjum sem af er. Í fjórðu umferð sem spiluð verður á sunnudaginn 14. október mætir Tryggvi sínum gömlu félögum í Valencia.

Tryggvi hefur fengið mum meiri spilatíma með Monbus heldur en hjá Valencia á síðasta keppnistímabili og hefur hann nýtt sér það ágætlega. Hann var þriðji stigahæstur af sínum mönnum með 8 stig, í tapleik gegn Berostar Tenerife í þriðju umferðinni og spilaði alls í 23 og hálfa mínútu í þeim leik. Tryggvi spilaði í tæpar 18 mínútur í sigurleik gegn Herbalife Gran Canaria og skoraði 4 stig og hann skoraði 6 stig á tæpum 14 mín í sigurleik gegn San Pablo Burgos í fyrstu umferðinni í spænsku deildinni.

Monbus er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 4 stig, en 18 lið spila í spænsku deildinni.

Í myndbandinu hér að neðan sést Tryggvi og félagar spila gegn Real Madrid í bikarkeppni. Sá leikur tapaðist reyndar. Tryggvi spilar í treyju númer 32.

Vefur Monbus Obradoiro.