Aftur niður Goðafoss á kajak – Myndbönd

0
4654

Þrír erlendir ofurhugar fór niður Goðafoss á kajak um hádegisbil í dag. Fyrstu tveir fóru niður austurkvíslina en sá síðasti skellti sér niður vesturkvíslina, þar sem Goðafoss er hæstur. Var hann þar með fyrsti maðurinn sem fer niður Goðafoss á kajak að vestanverðu að vetrarlagi, svo vitað sé til.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem farið er niður Goðafoss að vetralagi á kajak en þessi sami hópur fór niður fossinn fyrir tveim árum, næstum því upp á dag. Þó nokkrir erlendir ferðamenn urðu vitni að þessu og allir voru með myndavélarnar á lofti. Tíðindamaður 641.is var engin undantekning.

Meðfylgjandi myndbönd tók tíðindamaður 641.is við Goðafoss í hádeginu.