Aftur gýs í Holuhrauni

0
160

Lítið eldgos er hafið í Holuhrauni á svipuðum slóðum og þar varð gos aðfaranótt föstudagsins s.l. Eldgosið hófst rétt fyrir kl 0600. Vísindamenn eru á staðnum og meta að sprungan hafi náð heldur lengra til norðurs.

Skjáskot af vefmyndvél Mílu frá því í morgun
Skjáskot af vefmyndvél Mílu frá því í morgun

Veðurstofan hefur sett viðbúnað vegna flugs á rautt en hættustig almannavarna er enn í gildi og ekki hefur þótt ástæða til að breyta því enn sem er komið. Allir flugvellir eru opnir Svæðið hefur engin áhrif á flugvelli landsins. Vísindamannaráð almannavarna mun hittast klukkan 10:00 og meta stöðuna.

Fylgist með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á Facebook https://www.facebook.com/Almannavarnir