Afmælisveislu Ásgríms á Lækjavöllum frestað

0
184

Vinur okkar allra,  Ásgrímur Sigurðarson  boccia-meistari og sérstakur vegamálastjóri Bárðdælinga, var búinn að bjóða til afmælisfagnaðar í Kiðagili nú um helgina, en vegna slæms veðurútlits, hefur verið ákveðið að fresta veislunni til Föstudagsins  9. nóvember kl. 20:30.

Ási vonast auðvitað eftir að sem allra flestir vinir, ættingjar og nágrannar fjölmenni til veislunnar og samfagni með honum 40 ára afmælinu.

Fréttasíðan 641.is  sendir Ásgrími kærar afmæliskveðjur.