Afmælishátið í Fossselsskógi í dag

0
150

Skógræktarfélag Suður Þingeyinga heldur upp á 70 ára afmæli í dag, sitt laugardaginn 29. júní, kl. 14 .00 með veglegri afmælishátíð í Fossselsskógi. Indriði Ketilsson, Ytra Fjalli, rifjar upp sögu félagsins, Sigurður Skúlason ávarpar samkomuna, boðið verður upp á göngu um skóginn og farið verður í leiki með börnunum.

Úr Fossselsskógi.
Úr Fossselsskógi.

Í lokin er boðið upp á ketilkaffi og afmælistertu við Kvennabrekku. Fossselsskógur er sunnan við bæinn Vað, austan megin við Skjálfandafljót, á leið frá Kinn yfir í Aðaldal. Sameinast í bíla við Vað. Bílum lagt syðst í skóginum við Kvennabrekku.

Verið hjartanlega velkomin í Fossselsskóg.