Afmælis Sæmundur

0
197

Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum skipulagði desember “Afmælis-Sæmund” sl. fimmtudagskvöld. Stjórn nemendafélagsins hafði tekið saman upplýsingar um nemendur sem eiga afmæli í desember, samkv. gamalli hefð og sýndi videó-klippur af þeim á breiðtjaldi í matsal skólans. Öll kvöld í Framhaldsskólanum er boðið upp á Frón-matarkex með mjólk í kvöldkaffi, en þegar Afmælis Sæmundur er haldin er gerð undantekning og boðið upp á ís í staðinn.

Nemendur fá sér ís.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á boðstólum voru ís og ávextir, sem nemendur borðuðu með bestu list á meðan videó-klippurnar voru sýndar á tjaldinu. Áður fyrr, fyrir tíma tölvu og nets, tóku nemendur saman pistil um hvern og einn nemanda, sem síðan var lesin upp á afmælis Sæmundi. Í dag er þetta yfirleitt stutt myndband um viðkomandi, sem er svo aðgegngilegt á youtube til skoðunar. Frón-matarkexið, sem allir þekkja, gengur líka undir nafninu Sæmundur, sem samkv. heimildum er nafn á manni sem vann í kexverksmiðjunni Frón á sínum tíma. Því er nafnið Afmælis-Sæmundur notað á kvöldkaffi Framhaldsskólans á Laugum einu sinni í mánuði.

Kát stúlka í Framhaldsskólanum á Laugum