Afhentu Styrktarfélagi HSN á Húsavík afrasktur nytjamarkaðar

0
323

Systurnar Helga Guðrún og Kristín Helgadætur afhentu í dag Styrktarfélagi HSN á Húsavík 600.000 krónur að gjöf. Peningurinn er afrakstur nytjamarkaðar sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar. Frá þessu segir á 640.is í dag.

Afhendingin fór fram í garðinum við Skarðarborg og að henni lokinni var boðið upp á kaffi og með því.

Auður Gunnarsdóttir formaður styrktarsfélagsins veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd félagsins en einnig voru viðstaddar Guðrún Guðbjartsdóttir gjaldkeri félagsins og Guðrún K. Aðalsteinsdóttir ritari þess.